Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 09. apríl 2018 22:56
Egill Sigfússon
Bjössi Hreiðars: Heilt yfir mjög sanngjarnt
Bjössi Hreiðars var að vonum sáttur með titilinn
Bjössi Hreiðars var að vonum sáttur með titilinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur sigraði Grindavík 4-2 í úrslitaleik Lengjubikarsins í kvöld í fjörugum leik.

Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Vals var sáttur með leik sinna manna og hafði aldrei miklar áhyggjur af því að tapa þessum leik.

„Mér fannst við vera búnir að vera mun betri aðilinn í leiknum og fannst við vera með þetta en þegar þeir minnka muninn í 2-1 þá er nátturulega eitt mark bara eitt mark og bara ein sókn fyrir andstæðinginn. Auðvitað er maður smá smeykur þá en mér fannst við spila leikinn heilt yfir mjög vel. Mér fannst þetta heilt yfir mjög sanngjarnt."

Kristinn Freyr Sigurðsson var ekki með Völsurum í dag en Bjössi sagði að hann væri tæpur og þeir vildu ekki taka neina sénsa en hann ætti að vera klár í fyrsta leik í Pepsí-deildinni.

„Við erum ekkert að hætta á það þegar menn eru ekki alveg klárir að þeir séu að spila leik, sérstaklega ekki í undirbúningi fyrir mót, en hann verður kominn fyrr en varir."

Valur er komið með gríðarlega sterkan leikmannahóp og aðspurður sagði Bjössi að ekkert sérstakt væri í kortunum á leikmannamarkaðnum en þeir eru þó með augun opin ef eitthvað gott býðst.

„Maður veit aldrei, ef einhver frábær leikmaður býðst þá veit maður aldrei eins og maður segir, ég veit ekki um neitt lið sem lokar bara öllu."

Valsmenn hafa verið að spila á tveim leikkerfum, í dag spiluðu þeir 3-5-2 en Bjössi sagði að þeir gætu vonandi keyrt á báðum kerfum í sumar.

„Við höfum spilað 4-3-3 og gert það vel og gerðum það mest megnis í fyrra og við höfum verið að vinna aðeins með 3-5-2 og getum vonandi beitt báðum kerfum. Við erum að gera þetta til að eiga möguleika á fleiri varientum, það er bara þannig og svo sjáum við bara til við hverja við erum að spila og hvað hentar best."
Athugasemdir
banner
banner