Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 09. apríl 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Capello ætlar ekki að þjálfa aftur
Mynd: Getty Images
Ítalinn reyndi Fabio Capello segir að þjálfaraferli sínum sé lokið og að hann vilji frekar starfa sem sérfræðingur í sjónvapri.

Hinn 71 árs gamli Capello var rekinn frá Jiangsu í Kína á dögunum en hann hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hjá Ítalíu. Hann segist þó ekki vera að taka við landsliðinu.

„Bekurinn hjá Ítalíu? Ég er nú þegar búinn að segja nei," sagði Capello aðspurður út í landsliðsþjálfarastöðuna.

„Ég er búinn að þjálfa landslið Englands og Rússlands. Ég vildi síðan þjálfa félagslið einu sinni í viðbót og Jiangsu var mitt síðasta starf."

„Ég gerði allt sem ég vildi á ferlinum og er mjög ánægður með það. Núna er ég sáttur sem sérfræðingur í sjónvarpi. Þú vinnur alltaf í því hlutverki,"
sagði Capello léttur.
Athugasemdir
banner
banner