mán 09. apríl 2018 08:40
Magnús Már Einarsson
Fellaini til Liverpool?
Powerade
Fellaini er óvænt orðaður við Liverpool.
Fellaini er óvænt orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Slúðurblöðin sofa aldrei. Hér er slúðurpakki dagsins.



Liverpool hefur boðið Marouane Fellaini (30) miðjumanni Manchester United þriggja ára samning. PSG og Mónakó hafa líka áhuga á að fá Fellaini en hann verður samningslaus ís umar. (L'Equipe)

Manchester United vonast til að hafa betur gegn Manchester City í baráttunni um Fred (25) miðjumann Shakhtar Donetsk. (Mirror)

Everton vill kaupa Aaron Cresswell (28) vinstri bakvörð West Ham á 25 milljónir punda í sumar. (Sun)

Emre Can (24) miðjumaður Liverpool gæti ákveðið framtíð sína á næstu tveimur vikum en hann verður samningslaus í sumar. (Express)

Bayern Munchen ætlar að bjóða reynsluboltunum Franck Ribery (35) og Arjen Robben (34) nýjan samning en þeir verða samningslausir í sumar. (Bild)

George Hirst (19) framherji Sheffield Wednesday, og sonur David Hurst, er á leið til Manchester United. (Mirror)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að töpin gegn Liverpool og Manchester United séu mögulega sér að kenna en að liðið þurfi að nýta færin sín betur. (Times)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var grýttur með smámynt í leiknum gegn Manchester City á laugardag. Hann tilkynnti atvikið hins vegar ekki. (Star)

Keith Hackett, fyrrum yfirmaður dómaramála á Englandi, segist ekki skilja af hverju Martin Atkinson rak ekki Ashley Young af velli gegn Manchester City. Hann segir að frammistaða Atkinson í leiknum sanni af hverju enskir dómarar eigi ekki skilið sæti á HM í sumar. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner