Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. apríl 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Fernando Torres fer frá Atletico eftir tímabilið
Bæ bæ!
Bæ bæ!
Mynd: Getty Images
Fernando Torres hefur staðfest að hann muni yfirgefa herbúðir Atletico Madrid þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Hinn 34 ára gamli Torres spilaði ekkert í 1-1 jafnteflinu gegn Real Madrid í gær en hann hefur lítið fengið að spila á tímabilinu.

„Þetta verður síðasta tímabil mitt hjá félaginu. Eins og þið sjáið þá er ég að spila mjög lítið," sagði Torres. „Ég tel að ég þurfi að tilkynna stuðningsmönnum þetta. Þetta er ekki auðveld ákvörðun."

„Það er mjög erfitt að segja bless í annað skipti. Markmið mitt var að leggja skóna á hilluna hér en ég vil spila í tvö, þrjú eða fimm ár í viðbót."

Torres ólst upp hjá Atletico Madrid en hann fór síðan til Liverpool þar sem hann sló í gegn og var í kjölfarið keyptur til Chelsea á 50 milljónir punda árið 2011.

Torres hefur samtals skorað 126 mörk með Atletico Madrid en félagið ætlar að heiðra hann í síðasta heimaleik tímabilsins gegn Eibar þann 20. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner