banner
   mán 09. apríl 2018 13:27
Magnús Már Einarsson
Góðar líkur á að Salah verði með gegn Man City
Salah hefur skorað 38 mörk á tímabilinu.
Salah hefur skorað 38 mörk á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er bjartsýnn á að Mohamed Salah verði klár í slaginn fyrir síðari leikinn gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Salah fór af velli vegna meiðsla á nára í 3-0 sigrinum í fyrri leiknum í síðustu viku.

Salah missti af grannaslagnum gegn Everton um helgina sem og vinstri bakverðirnir Andy Robertson og Alberto Moreno sem voru einnig meiddir.

Klopp vonar að þeir verði allir með í leiknum á Etihad leikvanginum annað kvöld.

„Við þurfum að bíða aðeins og sjá með Mo, Robbo og Alberto en auðvitað erum við mjög vongóðir um að fá þá til baka," sagði Klopp í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner