Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. apríl 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Guardiola: Þurfum að spila fullkominn leik gegn Liverpool
Gefst ekki upp.
Gefst ekki upp.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að liðið þurfi að eiga fullkominn leik gegn Liverpool annað kvöld til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

City tapaði fyrri leiknum 3-0 og á erfitt verkefni fyrir höndum annað kvöld.

„Eina leiðin til að spila góðan fótbolta er að verða jákvæður. Við þurfum að spila fullkominn leik til að komast áfram. Við þurfum að skapa færi og fá færi á okkur," sagði Guardiola á fréttamannafundi í dag.

„Við höfum 90 mínútur og allt getur gerst. Það eina sem við getum gert er að reyna. Við þurfum að skora fyrsta markið og reyna svo að ná öðru."

„Við höfum 90 mínútur plús framlengingu og við höfum sýnt á þessu ári, jafnvel í síðasta leik, að við getum skapað mikið af færum á lokamínútunum."

Athugasemdir
banner
banner