Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. apríl 2018 11:15
Magnús Már Einarsson
Katrín Hanna í HK/Víking (Staðfest)
 Berglind Bjarnadóttir, stjórnarmaður í HK/Víking handsalar samninginn við Katrínu.
Berglind Bjarnadóttir, stjórnarmaður í HK/Víking handsalar samninginn við Katrínu.
Mynd: HK/Víkingur
Katrín Hanna Hauksdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við HK/Víking fyrir keppni í Pepsi-deildinni í sumar

Katrín Hanna er markvörður, uppalin hjá Haukum og lék með þeim sína fyrstu leiki í meistaraflokki 15 ára gömul árið 2015.

Hún hefur síðan leikið með Haukum og Álftanesi og á að baka alls 43 leiki í meistaraflokki. Katrín Hanna á jafnframt 8 leiki með U17 landsliði Íslands.

„Koma Katrínar styrkir og breikkar leikmannahóp HK/Víkings sem undirbýr sig af fullum krafti fyrir Pepsi deildina. Katrín mun gegna mikilvægu hlutverki í verkefninu sem framundan er," segir í yfirlýsingu frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner