Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 09. apríl 2018 22:55
Ívan Guðjón Baldursson
Kolbeinn Kárason í KH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KH var að tilkynna gífurlegan liðsstyrk í formi Kolbeins Kárasonar, fyrrverandi sóknarmanns Vals og Leiknis R.

Kolbeinn er uppalinn hjá Val og hóf ferilinn á láni hjá Tindastól/Hvöt sumarið 2011. Kolbeinn stóð sig vel á láni og kláraði sumarið með aðalliði Vals.

Hann átti eftir að skora þrettán mörk fyrir Val í Pepsi-deildinni áður en hann fór til Leiknis. Kolbeinn skoraði átta mörk í nítján leikjum í Inkasso-deildinni síðasta sumar.

Varnarmenn 3. deildarinnar munu eiga ansi erfitt verk fyrir höndum sér. Kolbeinn er 27 ára gamall og gerði 7 mörk í 20 pepsideildarleikjum sumarið 2012.




Athugasemdir
banner
banner
banner