Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 09. apríl 2018 21:35
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Valur of stór biti fyrir Grindavík
Valur, Lengjubikarmeistari 2018.
Valur, Lengjubikarmeistari 2018.
Mynd: KSÍ
Haukur Páll Sigurðsson hampar bikarnum.
Haukur Páll Sigurðsson hampar bikarnum.
Mynd: KSÍ
Valur 4 - 2 Grindavík
1-0 Haukur Páll Sigurðsson ('37)
2-0 Sigurður Egill Lárusson ('47)
2-1 Nemanja Latinovic ('53)
3-1 Guðjón Pétur Lýðsson ('66)
4-1 Sigurður Egill Lárusson ('75)
4-2 Gunnar Þorsteinsson ('87)

Valur mætti Grindavík í úrslitaleik Lengjubikarsins í kvöld og hafði betur í skemmtilegum markaleik sem var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Íslandsmeistararnir úr Hlíðunum voru betri í leiknum og komust verðskuldað yfir þegar Haukur Páll Sigurðsson stangaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu frá Einari Karli Ingvarssyni.

Valsmenn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og tvöfaldaði Sigurður Egill Lárusson forystuna snemma.

Valsarar gerðu sig líklega til að bæta þriðja markinu við þegar Nemanja Latinovic skoraði gegn gangi leiksins eftir laglegt samspil við René Joensen.

Sigurður Egill átti skot í stöngina og lagði svo þriðja mark Vals upp fyrir Guðjón Pétur Lýðsson sem þrumaði honum í netið. Siggi Lár gerði svo fjórða mark Valsara eftir hornspyrnu og úrslitin þar með svo gott sem ráðin.

Gunnar Þorsteinsson klóraði í bakkann undir lokin og verðskuldaður sigur Valsara staðreynd.




Athugasemdir
banner
banner