Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 09. apríl 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Mörg félög vilja fá Aron í sumar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Getty Images
Enska slúðurblaðið The Sun segir að félög í Tyrklandi, Grikklandi, Króatíu og Bandaríkjunum hafi áhuga á íslenska landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.

Aron Einar verður samningslaus í sumar en Neil Warnock, stjóri Cardiff, vonast ennþá til að na að halda honum. Cardiff er í góðri stöðu í Championship deildinni og líklega á leið í úrvalsdeildina.

The Sun segir að Besiktas sé eitt af fjórum félögum í Tyrklandi semja vilja fá Aron. AEK Aþena og Olympiakos í Grikkalndi hafa áhuga sem og Dinamo Zagreb í Króatíu og félög í bandarísku MLS-deildinni.

Aron var leikmaður tímabilsins hjá Cardiff á síðasta tímabili en hann er byrjaður að spila aftur eftir tæplega fimm mánaða fjarveru vegna meiðsla á ökkla.

Á föstudaginn fiskaði Aron vítaspyrnu í 1-0 tapi Cardiff gegn Wolves í toppslag í Championship deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner