Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. apríl 2018 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Öxlin á Smalling í rangstöðu í sigurmarkinu
Smalling fagnaði sigurmarkinu vel og innilega.
Smalling fagnaði sigurmarkinu vel og innilega.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Chris Smalling gerði sigurmark Manchester United gegn Manchester City er liðin mættust á Etihad leikvanginum um helgina.

Man City hefði getað tryggt sér Englandsmeistaratitilinn og komist í sögubækurnar með sigri á erkifjendum sínum og voru heimamenn 2-0 yfir í hálfleik.

Rauðu djöflarnir áttu magnaða endurkomu í síðari hálfleik sem Smalling fullkomnaði þegar rétt rúmar 20 mínútur voru til leiksloka.

Mikið hefur verið rætt um dómgæsluna í leiknum þar sem nokkur vafaatriði voru véfengd. Það voru þó ekki margir sem kvörtuðu undan sigurmarkinu.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nærmynd af atvikinu, þar sem öxl Smalling er fyrir innan varnarlínu Man City. Handleggur Vincent Kompany spilar Smalling ekki réttstæðan, þar sem leikmaðurinn má ekki snerta boltann með höndinni.

Flestir eru þó sammála um að sóknarmaðurinn hafi einfaldlega fengið að njóta vafans og réttilega svo, enda ótrúlega tæp rangstaða.




Athugasemdir
banner
banner