Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 09. apríl 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Riise: Liverpool getur unnið Meistaradeildina
John Arne Riise.
John Arne Riise.
Mynd: Getty Images
John Arne Riise, fyrrum vinstri bakvörður Liverpool, telur að liðið geti unnið Meistaradeildina á þessu tímabili. Riise vann sjálfur Meistaradeildina með Liverpool árið 2005.

Liverpool er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn gegn Mancheser City í 8-liða úrslitunum en síðari leikurinn er á morgun.

„Þeir eiga góða möguleika á að fara alla leið á þessu tímabili þó að þetta verði mjög jafnt. Þú ert með lið eins og Barcelona, REal Madrid og Bayern þarna og það á eftir að klára City," sagði Riise.

„Það eru nokkur frábær lið eftir en ef þeir spila eins og á Anfield á miðvikudaginn þá eru ekki mörg lið að fara að stoppa þá."

„Öll hin liðin hafa séð þessa ótrúlegu frammistöðu. Hápressan og ákefðin í leiknum var ótrúleg. Þeir héldu því næstum í 90 mínútur. Liverpool sannaði að liðið getur unnið alla þegar það spilar upp á sitt besta."

„Félga eins og Liverpool ætti alltaf að vera í 8-liða, undanúrslitum eða úrslitum Meistaradeildarinnar að keppa við bestu félög í heimi."

„Ég held að stuðningsmennirnir hafi verið að bíða eftir þessu og það sama á við um leikmennina. Þetta er besta keppnin fyrir leikmenn og þú vilt gefa eitthvað til baka til stuðningsmannanna þegar þú kemst í hana."

„Ég er ánægður fyrir hönd Klopp. Það var búist við miklu af honum og hann getur nú komið aftur með Meistaradeildarbikarinn."

Athugasemdir
banner
banner