Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. apríl 2018 11:25
Magnús Már Einarsson
Teitur á reynslu hjá Wolves
Teitur Magnússon.
Teitur Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Teitur Magnússon, leikmaður FH, fór í gær til enska félagsins Wolves á reynslu en Vísir greinir frá þessu í dag.

Wolves er á toppnum í ensku Championship deildinni og á leiðinni í úrvalsdeildina.

Hinn 16 ára gamli Teitur verður hjá félaginu við æfingar fram á föstudag.

Teitur er mjög efnilegur varnarmaður en síðastliðið haust var hann á reynslu hjá Stuttgart í Þýskalandi og Parma á Ítalíu.

Teitur spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni gegn KR í fyrra en hann hefur einnig leikið með FH á undirbúningstímabilinu í vetur.

Eftir síðasta tímabil var Teitur valinn efnilegastur hjá FH en hann á að baki fjórtán leiki með U17 ára landsliði Íslands.
Athugasemdir
banner
banner