Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. apríl 2018 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Japan rekinn korteri fyrir mót
Mynd: Getty Images
Vahid Halilhodzic hefur verið rekinn úr þjálfarastarfi sínu hjá japanska landsliðinu tveimur mánuðum fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Japan er í áhugaverðum H-riðli með Kólumbíu, Póllandi og Senegal og er fyrsti leikur liðsins á dagskrá 19. júní.

Kozo Tashima, forseti japanska knattspyrnusambandsins, segir að nýr þjálfari verði kynntur síðar í dag.

Halilhodzic hefur verið við stjórnvölinn í Japan síðustu þrjú ár og vann erfiðan undanriðil með Sádí-Arabíu og Ástralíu til að komast á HM.

4-1 tap gegn Suður-Kóreu í Austur-Asíu leikunum í desember setti mikla pressu á þjálfarann. Jafntefli í æfingaleik gegn Malí og tap gegn Úkraínu varð svo til þess að Japanir hófu leitina að næsta landsliðsþjálfara.

Japan mætir Gana í æfingaleik 30. maí og Paragvæ 12. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner