Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. apríl 2018 18:29
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham áfrýjar - Vilja fá markið skráð á Kane
Mynd: Getty Images
Tottenham sigraði Stoke City með tveimur mörkum gegn einu er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Christian Eriksen er skráður fyrir báðum mörkunum en Harry Kane, næstmarkahæsti maður deildarinnar, segist eiga sigurmarkið.

Eriksen gaf fyrir úr aukaspyrnu og reyndi Kane að skalla boltann en náði ekki til hans. Þetta plataði markvörð Stoke og hafnaði boltinn í netinu.

Kane fagnaði markinu innilega og var það skráð á hann til að byrja með. Skráningunni breytt eftir leikinn þar sem ekki sást að Kane hafi náð að snerta knöttinn.

Sóknarmaðurinn sagðist að leikslokum sverja upp á líf dóttur sinnar að boltinn hafi snert öxlina hans áður en hann lak í netið.

Sky Sports segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Tottenham hafi áfrýjað ákvörðuninni, til að fá markið skráð á Kane. Hann er búinn að skora 24 mörk í deildinni og vill ná Mohamed Salah, sem er með 29.

Myndband af atvikinu er hægt að sjá hér. Eriksen tekur aukaspyrnuna eftir 1 mínútu og 37 sekúndur af myndbandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner