„Við erum búnir að bíða eftir þessu síðan að við unnum þær 3-1 í vetur. Þetta var virkilega sætt," sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Breiðabliks eftir 1-0 sigur á Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 Stjarnan
„Við áttum skilið að vinna. Við vorum betri í dag. Hausinn var skrúfaður rétt á og allar voru tilbúnar að leggja sig 110% fram til að ná sigri á Stjörnunni hér á heimavelli."
Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði eina markið eftir sendingu frá Fanndísi. Skömmu áður hafði Telma klúðrað dauðafæri eftir að Fanndís sendi hana í gegn.
„Ég var aðeins pirruð en ég vissi að hún myndi skora mark í þessum leik. Ég fann það á mér."
Fanndís átti frábæran leik í kvöld en hún fór meidd af velli þegar um tuttugu mínútur voru eftir.
„Ég er orðin gömul," sagði Fanndís og hló. „Ég veit ekki hvað er að. Ég verð klár í næsta leik. Ég gat ekki klárað leikinn 100% svo ég treysti öðrum til að klára leikinn."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir