Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
   þri 09. júní 2015 21:26
Magnús Már Einarsson
Fanndís: Ég er orðin gömul
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að bíða eftir þessu síðan að við unnum þær 3-1 í vetur. Þetta var virkilega sætt," sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Breiðabliks eftir 1-0 sigur á Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Stjarnan

„Við áttum skilið að vinna. Við vorum betri í dag. Hausinn var skrúfaður rétt á og allar voru tilbúnar að leggja sig 110% fram til að ná sigri á Stjörnunni hér á heimavelli."

Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði eina markið eftir sendingu frá Fanndísi. Skömmu áður hafði Telma klúðrað dauðafæri eftir að Fanndís sendi hana í gegn.

„Ég var aðeins pirruð en ég vissi að hún myndi skora mark í þessum leik. Ég fann það á mér."

Fanndís átti frábæran leik í kvöld en hún fór meidd af velli þegar um tuttugu mínútur voru eftir.

„Ég er orðin gömul," sagði Fanndís og hló. „Ég veit ekki hvað er að. Ég verð klár í næsta leik. Ég gat ekki klárað leikinn 100% svo ég treysti öðrum til að klára leikinn."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner