Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 09. júní 2015 21:27
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-kvenna: Blikar lögðu Íslandsmeistarana
Telma skoraði eina mark Blika gegn Stjörnunni.
Telma skoraði eina mark Blika gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur leikjum var að ljúka í Pepsi-deild kvenna þar sem topplið Blika lagði Íslandsmeistara Stjörnunnar af velli þökk sé marki frá Telmu Hjaltalín Þrastardóttur.

Markalaust var þá í botnslag Þróttar og Aftureldingar en Selfoss kom sér í annað sæti deildarinnar með fræknum sigri á Völsurum.

Selfyssingar voru betri í leiknum, fengu mikið af færum og komust yfir með marki frá Guðmundu Brynju Óladóttur strax á þriðju mínútu leiksins.

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir gerði annað mark leiksins snemma í síðari hálfleik áður en Donna Kay Henry, sem er frá Jamaíku, gerði út um leikinn með þriðja markinu.

Vesna Elísa Smiljkovic minnkaði muninn á 71. mínútu en þar við sat og er Selfoss aðeins einu stigi eftir toppliði Blika á meðan Stjarnan er í fjórða sæti og Valur í því fimmta.

Valur 1 - 3 Selfoss
0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('3)
0-2 Dagný Brynjarsdóttir ('50)
0-3 Donna Kay Henry ('66)
1-3 Vesna Elísa Smiljkovic ('71)

Breiðablik 1 - 0 Stjarnan
1-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('42)

Þróttur R. 0 - 0 Afturelding
Athugasemdir
banner
banner
banner