Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fim 09. júní 2016 21:51
Alexander Freyr Tamimi
Borgunarbikarinn: Ágúst hetja Blika - Selfoss og Valur áfram
Ágúst Eðvald var hetja Blika.
Ágúst Eðvald var hetja Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Nikolaj Hansen tryggði Val sigur gegn Víkingi.
Nikolaj Hansen tryggði Val sigur gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik, Valur og Selfoss eru komin áfram í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir sigra í framlengdum leikjum.

Breiðablik vann 2-1 sigur gegn ÍA, en lokatölur eftir venjulegan leiktíma voru 1-1. Jonathan Glenn kom Blikum yfir strax á 5. mínútu en Ármann Smári Björnsson jafnaði metin fyrir heimamenn þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleiknum. Mörkin voru ekki fleiri.

Það var síðan hinn ungi og efnilegi Ágúst Eðvald Hlynsson sem tryggði Blikum sæti í næstu umferð með marki á 110. mínútu.

Víkingur glutraði niður tveggja marka forystu gegn Val og þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap í framlengingu eftir að lokatölur eftir venjulegan leiktíma urðu 3-2. Viktor Jónsson og Vladimir Tufegdzic komu Víkingi yfir snemma leiks en Valsmenn jöfnuðu metin með tveimur mörkum á sjö mínútna kafla í síðari hálfleik. Þess á milli hafði Martin Svensson, leikmaður Víkings, fengið rautt spjald fyrir afar vafasama hegðun.

Allt stefndi í vítaspyrnukeppni áður en Nikolaj Hansen tryggði Val sigurinn á lokasekúndum framlengingarinnar. Lokatölur 3-2 og Valur fer áfram.

Selfoss er komið í 8-liða úrslit eftir sigur gegn Víði. Selfyssingar komust í 2-0 þökk sé mörkum frá Richard Sæþóri Sigurðssyni en Aleksandar Stojkovic minnkaði muninn fyrir Víði. Björn Bergmann Vilhjálmsson jafnaði síðan metin, en mínútu síðar kom Arnór Gauti Ragnarsson Selfyssingum yfir. Allt stefndi í sigur heimamanna áður en Stojkovic jafnaði með öðru marki sínu í blálokin og framlenging var niðurstaðan.

Þar höfðu Selfyssingar betur, en Andrew James Pew skoraði eina mark þeirra rétt fyrir leikhlé. Lokatölur 4-3.

Selfoss 4 - 3 Víðir
1-0 Richard Sæþór Sigurðsson ('30)
2-0 Richard Sæþór Sigurðsson ('49)
2-1 Aleksandar Stojkovic ('61)
2-2 Björn Bergmann Vilhjálmsson ('78)
3-2 Arnór Gauti Ragnarsson ('79)
3-3 Aleksandar Stojkovic ('90)
4-3 Andy Pew ('104)

ÍA 1 - 2 Breiðablik
0-1 Jonathan Ricardo Glenn ('5)
1-1 Ármann Smári Björnsson ('60)
1-2 Ágúst Eðvald Hlynsson ('110)

Víkingur R. 2 - 3 Valur
1-0 Viktor Jónsson ('5)
2-0 Vladimir Tufegdzic ('14)
2-1 Nikolaj Andreas Hansen ('52)
2-2 Kristinn Freyr Sigurðsson ('59)
3-2 Nikolaj Andreas Hansen ('120)
Rautt spjald: Martin Svensson, Víkingur R. ('57)

Athugasemdir
banner
banner
banner