„Ég þarf að bera á mig 50 í sólarvörn, annars er ég sáttur," sagði Jón Daði Bövðarsson við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Annecy í Frakklandi í dag.
Jón Daði segir mikla spennu vera fyrir EM en mótið hefst á morgun. Ísland spilar svo fyrsta leik gegn Portúgal á þriðjudaginn.
Jón Daði segir mikla spennu vera fyrir EM en mótið hefst á morgun. Ísland spilar svo fyrsta leik gegn Portúgal á þriðjudaginn.
„Maður getur ekki beðið. Þetta er geggjað. Maður hefur ekkert farið á mót síðan maður fór á Shellmótið sem krakki. Það er gaman að upplifa þetta aftur þó að þetta sé aðeins stærra," sagði Jón Daði brosandi.
„Andinn í hópnum er mjög góður og allir eru að hlæja. Það er rosalega flott andrúmsloft."
Jón Daði er að berjast um sæti í byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Portúgal á þriðjudaginn.
„Það er alltaf samkeppni í fótbolta, sama hvar þú ert. Það er bara eðlilegt. Þetta fer bara allt eftir því hvernig þjálfararnir vilja stilla þessu upp og það kemur bara í ljós," sagði Jón Daði.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir