Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari ÍA, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Breiðabliki eftir framlengingu í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Jón Þór var ánægður með frammistöðu Skagamanna þrátt fyrir tapið.
Jón Þór var ánægður með frammistöðu Skagamanna þrátt fyrir tapið.
„Mér fannst leikurinn kaflaskiptur, Blikar komust snemma í 1-0 en mér fannst við gera vel að ná jafnvægi í leikinn og ná tökum á leiknum í fyrri hálfleik og koma svo virkilega grimmir í seinni hálfleik og ná jöfnunarmerki. Mér fannst kraftur í okkur," sagði Jón Þór.
„Í framlengingunni var farið að draga verulega af mönnum en engu að síður fannst mér bæði lið vera að leita að þessum sigri og gera sitt og það hafðist hjá Blikum. En heilt yfir var leikurinn kaflaskiptur og ágætis leikur."
Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir