Nikolaj Hansen, framherji Vals var að sjálfsögðu hamingjusamur eftir 3-2 sigur liðsins á Víkingum í kvöld.
Valsmenn byrjuðu leikinn ansi illa og lentu 2-0 undir snemma leiks.
Þeir komu svo til baka og unnu að lokum með síðustu snertingu leikins. Nikolaj sjálfur skoraði einmitt tvö markanna en hann kom inná í hálfleik.
Valsmenn byrjuðu leikinn ansi illa og lentu 2-0 undir snemma leiks.
Þeir komu svo til baka og unnu að lokum með síðustu snertingu leikins. Nikolaj sjálfur skoraði einmitt tvö markanna en hann kom inná í hálfleik.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 3 Valur
„Þetta er frábær tilfinning að koma til baka, við vorum 2-0 undir. Við spiluðum illa í fyrri hálfleik en komum sterkir til baka í þeim seinni. Við skoruðum mark snemma í seinni hálfleik og það gaf okkur orku. "
Daninn var eitthvað hikandi í enskunni og missti út úr sér f'orðið, við fyrirgefum honum samt alveg.
„Oh, fuck"
Mörkin hans voru afar svipuð, Guðjón Pétur tók hornspyrnu og hann stangaði boltann inn.
„Guðjón sagði að hann myndi gera þetta eins og í fyrsta markinu svo ég þurfti að taka sama hlaup. Við æfum þetta mikið."
Hann er sáttur við tímabilið hjá sér hingað til.
„Þetta er búið að vera mjög gott. Ég meiddist á undirbúningstímabilinu en nú er ég tilbúinn og mér líður vel."
Hann sagðist ekki vita hvað Óli Jó sagði í hálfleik þar sem hann var ekki á staðnum.
„Ég veit það ekki, ég var ekki þar."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir