Selfyssingar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins eftir hádramatískan leik gegn Víði á Selfossi í kvöld. Stefán Ragnar var í stuði eftir leik.
„Mikill léttir, það eru eiginlega fyrstu viðbrögðin. Gott að klára þetta."
„Þeir komu sér aftur og aftur inn í leikinn og við kannski sjálfum okkur verstir í þeim atriðum."
Víðir setti gríðarlega pressu á Selfyssinga í lokin en Stefán vildi þó ekki meina að þeir hafi verið í nauðvörn.
„Við vorum náttúrulega einum færri, Gio var farinn útaf. Þeir voru að dæla honum inn af kantinum og mér fannst við vera að höndla þetta ágætlega. Við vorum bara að skalla þetta í burtu og þeir fengu engin færi út úr því."
„Við förum vel yfir þennan leik. Það er ákveðin styrkur að spila ekki vel en vinna samt. Við höfum verið að spila vel í síðustu leikjum en ekki fengið úrslit, þannig þetta er ákveðið batamerki."
Selfyssingar hafa spilað marga leiki á stuttum tíma og hafa meðal annars farið í tvær framlengingar.
„Bara fínt, ef ég tala fyrir sjálfan mig. Við erum fínan hóp þannig við erum búnir að rótera þessu."
Athugasemdir