Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Haraldur Freyr: Viljum helst vinna deildina
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Brynjar Kristmunds: Þeim er ekki kalt, þeir vinna í frystihúsinu
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
   fim 09. júní 2016 22:26
Arnar Helgi Magnússon
Stefán Ragnar: Styrkur að spila ekki vel en vinna
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Selfyssingar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins eftir hádramatískan leik gegn Víði á Selfossi í kvöld. Stefán Ragnar var í stuði eftir leik.

„Mikill léttir, það eru eiginlega fyrstu viðbrögðin. Gott að klára þetta."

„Þeir komu sér aftur og aftur inn í leikinn og við kannski sjálfum okkur verstir í þeim atriðum."

Víðir setti gríðarlega pressu á Selfyssinga í lokin en Stefán vildi þó ekki meina að þeir hafi verið í nauðvörn.

„Við vorum náttúrulega einum færri, Gio var farinn útaf. Þeir voru að dæla honum inn af kantinum og mér fannst við vera að höndla þetta ágætlega. Við vorum bara að skalla þetta í burtu og þeir fengu engin færi út úr því."

„Við förum vel yfir þennan leik. Það er ákveðin styrkur að spila ekki vel en vinna samt. Við höfum verið að spila vel í síðustu leikjum en ekki fengið úrslit, þannig þetta er ákveðið batamerki."

Selfyssingar hafa spilað marga leiki á stuttum tíma og hafa meðal annars farið í tvær framlengingar.

„Bara fínt, ef ég tala fyrir sjálfan mig. Við erum fínan hóp þannig við erum búnir að rótera þessu."
Athugasemdir
banner