Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fim 09. júní 2016 22:26
Arnar Helgi Magnússon
Stefán Ragnar: Styrkur að spila ekki vel en vinna
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Selfyssingar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins eftir hádramatískan leik gegn Víði á Selfossi í kvöld. Stefán Ragnar var í stuði eftir leik.

„Mikill léttir, það eru eiginlega fyrstu viðbrögðin. Gott að klára þetta."

„Þeir komu sér aftur og aftur inn í leikinn og við kannski sjálfum okkur verstir í þeim atriðum."

Víðir setti gríðarlega pressu á Selfyssinga í lokin en Stefán vildi þó ekki meina að þeir hafi verið í nauðvörn.

„Við vorum náttúrulega einum færri, Gio var farinn útaf. Þeir voru að dæla honum inn af kantinum og mér fannst við vera að höndla þetta ágætlega. Við vorum bara að skalla þetta í burtu og þeir fengu engin færi út úr því."

„Við förum vel yfir þennan leik. Það er ákveðin styrkur að spila ekki vel en vinna samt. Við höfum verið að spila vel í síðustu leikjum en ekki fengið úrslit, þannig þetta er ákveðið batamerki."

Selfyssingar hafa spilað marga leiki á stuttum tíma og hafa meðal annars farið í tvær framlengingar.

„Bara fínt, ef ég tala fyrir sjálfan mig. Við erum fínan hóp þannig við erum búnir að rótera þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner