Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   fim 09. júní 2016 22:26
Arnar Helgi Magnússon
Stefán Ragnar: Styrkur að spila ekki vel en vinna
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Selfyssingar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins eftir hádramatískan leik gegn Víði á Selfossi í kvöld. Stefán Ragnar var í stuði eftir leik.

„Mikill léttir, það eru eiginlega fyrstu viðbrögðin. Gott að klára þetta."

„Þeir komu sér aftur og aftur inn í leikinn og við kannski sjálfum okkur verstir í þeim atriðum."

Víðir setti gríðarlega pressu á Selfyssinga í lokin en Stefán vildi þó ekki meina að þeir hafi verið í nauðvörn.

„Við vorum náttúrulega einum færri, Gio var farinn útaf. Þeir voru að dæla honum inn af kantinum og mér fannst við vera að höndla þetta ágætlega. Við vorum bara að skalla þetta í burtu og þeir fengu engin færi út úr því."

„Við förum vel yfir þennan leik. Það er ákveðin styrkur að spila ekki vel en vinna samt. Við höfum verið að spila vel í síðustu leikjum en ekki fengið úrslit, þannig þetta er ákveðið batamerki."

Selfyssingar hafa spilað marga leiki á stuttum tíma og hafa meðal annars farið í tvær framlengingar.

„Bara fínt, ef ég tala fyrir sjálfan mig. Við erum fínan hóp þannig við erum búnir að rótera þessu."
Athugasemdir
banner