Tommy Nielsen þjálfari Víðis var að vonum svekktur eftir tap sinna manna gegn Selfossi í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Víðir barðist frábærlega í leiknum og sýndu mikinn karakter meðal annars í því að koma tvisvar til baka. Tommy var þó griðarlega stoltur af sínum mönnum.
„Við spiluðum okkar besta leik í sumar. Gott 1.deildar lið og mjög góður leikur."
„Þetta voru sveiflur fram og til baka við gerum þessi mistök þegar við skorum 2-2 að fara að fagna á okkar vallarhelmingi og svo fór þetta í gang og allt óskipulagt. Þetta voru bara barnamistök."
„Við komum til baka, þeir skora en við komum aftur til baka. Ég var mjög stoltur og mjög ánægður."
Liðið er á skriði í 3.deildinni og hafa þeir ekki tapað leik. Þeir geta nú einbeitt sér að deildinni.
„Við erum hundsvekktir að hafa tapað þessum leik en það er rétt, nú getum við farið að einbeita okkur að deildinni, við erum ekki búnir að vinna neitt ennþá."
Athugasemdir