
„Það eru allir heilir og klárir í slaginn. Þeir koma brosandi í morgunmat og hlusta vel á fundum, alveg eins og við viljum hafa það," sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari við Fótbolta.net í dag.
Íslenska landsliðið undirbýr sig nú af krafti fyrir leikinn gegn Króatíu á sunnudagskvöld.
Íslenska landsliðið undirbýr sig nú af krafti fyrir leikinn gegn Króatíu á sunnudagskvöld.
Danijel Subasic og Ivan Rakitic verða ekki með Króötum á sunnudag vegna meiðsla.
„Það eru tvær stöður opnar. Við sjáum á sunnudaginn hvaða bryetingar verða. Hvort (Mateo) Kovacic komi inn eða hvort (Marcelo) Brozovic og (Ivan) Perisic spili báðir. Þeir gætu líka komið með nýtt kerfi."
KSÍ verður með Fanzone fyrir leik og Helgi vonast til að fólk mæti snemma á völlinn.
„Íslendingar eru oft seinir á leiki og tæpir fyrir þar sem þeir lenda í bílastæðavandræðum. Í flestum öðrum löndum er fólk mætt miklu fyrr. Það er frábært að KSÍ hafi gert Fanzone og ég held að við ættum að nýta okkur það með því að hafa skemmtilega hátíð hérna á sunnudaginn," sagði Helgi.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir