Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 09. júní 2018 17:54
Gunnar Logi Gylfason
Pepsi-deildin: Breiðablik aftur á sigurbraut
Gísli Eyjólfsson skoraði í dag
Gísli Eyjólfsson skoraði í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 0 - 2 Breiðablik
0-1 Sveinn Aron Guðjohnsen ('62 )
0-2 Gísli Eyjólfsson ('70 )
Rautt spjald: Arnþór Ari Atlason, Breiðablik ('87)

Lestu nánar um leikinn hér

Breiðablik fór í heimsókn til Grindavíkur og spilaði þar gegn heimamönnum í toppslag. Grindvíkingar voru fyrir umferðina á toppi deildarinnar.

Breiðablik var ívið sterkari aðilinn suður með sjó. Þó var markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Það átti aðeins eftir að breytast. Tæpum tuttugu mínútum eftir að seinni hálfleikurinn byrjaði hafði Sveinn Aron Guðjohnsen komið Blikum yfir, 0-1.

Sveinn Aron kom inn í byrjunarlið Blika eftir að hafa byrjað á bekknum í 0-1 tapi gegn Stjörnunni í síðasta leik.

Átta mínútum síðar skoraði Gísli Eyjólfsson annað mark gestanna eftir sendingu frá Andra Rafni Yeoman.

Blikar héldu áfram að sækja og áttu tvö dauðafæri á næstu mínútum en tókst ekki að koma boltanum í netið.

Undir lok leiksins fékk Arnþór Ari Atlason, í liði Breiðabliks, sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald.

Fimm mínútum var bætt við leikinn en Grindvíkingar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn á þeim tíma.

Sigur gestanna frá Kópavogi því staðreynd og komast Blikarnir þar með uppfyrir Grindvíkinga á markatölu en liðin eru bæði með 14 stig í 2.-3. sæti deildarinnar eins og staðan er núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner