Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 09. júlí 2013 13:30
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Deilt við dómarann
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Páll Magnússon.
Páll Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Aaron Spear.
Aaron Spear.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Þórisson.
Magnús Þórisson.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Eftir rúmlega hálftíma í bikarleik ÍBV og KR á sunnudaginn lentu þeir í samstuði Aaron Spear hjá ÍBV og Gunnar Þór Gunnarsson hjá KR. Í kjölfarið gengur Gunnar ógnandi fast upp að Aaron sem ber fyrir sig hendur með flötum lófum og ýtir á móti. Gunnar kastar sér niður eins og hann hefði orðið fyrir strætisvagni eða verið skotinn í brjóstið. Brostu allir viðstaddir að þessum tilburðum – líka KR-ingar. Allir aðrir en Magnús Þórisson, dómari leiksins. Hann kom hlaupandi yfir hálfan völlinn til þess að veifa rauðu spjaldi framan í Aaron Spear! Viðstaddir litu í forundran hver á annan – líka KR-ingar.

Magnús hefur það ekki sér til afsökunar að hafa verið langt frá atvikinu því aðstoðardómarinn var í innan við þriggja metra fjarlægð frá því sem gerðist. Hafi aðstoðardómarinn átt þátt í þessari ákvörðun er skömm hans jafnvel enn meiri en Magnúsar. Ef ekki - gerir það mistök Magnúsar enn verri að hafa ekki leitað ráða hjá aðstoðardómaranum. Rétt niðurstaða dómarans hefði verið að veita báðum leikmönnum tiltal eða sýna báðum gula spjaldið. Öðrum fyrir að bera fyrir sig hendur og hinum fyrir hlægilegan leikaraskap.

Undir lok leiksins vísar Magnús öðrum leikmanni ÍBV réttilega af velli fyrir grófa tæklingu. Þá leggur markvörður KR á sig talsvert ferðalag til þess að hrinda leikmanni ÍBV – beint fyrir framan nefið á Magnúsi. Bjuggust nú allir við að Magnús yrði samkvæmur sjálfum frá atvikinu fyrr í leiknum: rautt spjald fyrir að ýta! Nei, núna bara gult spjald.

Þessar ákvarðanir Magnúsar voru svo augljóslega rangar og samræmislausar að mörgum var til efs að um einföld mistök gæti verið að ræða. Hér hlyti að vera á ferðinni ásetningur um að fækka í öðru liðinu við fyrsta mögulega tækifæri en alls ekki í hinu við samskonar tækifæri. Hvað sem því líður eru þessi mistök af þeirri stærðargráðu að KSÍ hlýtur að grípa til einhverra ráðstafana. Það gengur einfaldlega ekki að mikilvægir fótboltaleikir séu eyðilagðir með þessum hætti.

Í viðtali eftir leik sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að rauða spjaldið hefði verið réttur dómur. Þetta hefði þessi frábæri þjálfari betur látið ósagt. Þessi ummæli eru fyrir neðan hans virðingu. Hann hefði þá betur látið hjá líða að hafa opinberlega skoðun á þessu atviki, en gera síðan viðkomandi leikmanni KR góðlátlega grein fyrir því, undir fjögur augu, að þetta glæsilega KR lið þurfi ekki á svona ómerkilegum tilburðum að halda til að klára sína leiki.

Páll Magnússon
Athugasemdir
banner
banner
banner