Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 09. júlí 2014 16:04
Elvar Geir Magnússon
Origi mættur á Melwood
Origi færist nær Liverpool.
Origi færist nær Liverpool.
Mynd: Twitter
Belgíski leikmaðurinn Divock Origi sást á æfingasvæði Liverpool, Melwood, í dag. Flest bendir til þess að hann sá á leið í raðir félagsins.

Einhverjir fjölmiðlar hafa greint frá því að Origi hafi mætt í læknisskoðun en íþróttafréttamaðurinn Tony Barrett segir að það sé ekki rétt. Origi hafi mætt í viðræður við félagið og til að skoða aðstæður.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þegar leikmaðurinn mætir á Melwood en hún hefur farið eins og eldur um sinu um samfélagsmiðla.

Origi er mikið efni en þessi 19 ára sóknarmaður Lille vakti mikla athygli með belgíska landsliðinu á HM. Hann skoraði sigurmarkið gegn Rússlandi sem tryggði Belgíu sæti í útsláttarkeppni mótsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner