Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   þri 09. júlí 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Ákefð og árásargirni lykilorð Maresca á Brúnni
Maresca er mættur á Brúnna.
Maresca er mættur á Brúnna.
Mynd: Getty Images
Í síðasta mánuði var Ítalinn Enzo Maresca kynntur sem nýr stjóri Chelsea. Síðasta tímabil var erfitt fyrir Lundúnaliðið en á endanum náði það að krækja í sæti í Sambandsdeild Evrópu.

Maresca, sem stýrði Leicester til sigurs í ensku Championship-deildinni á sínu fyrsta tímabili, ræddi við fjölmiðla um nýja starfið í gær.

„Þegar þú tekur við nýju liði byrjar þú að greina hvað félaginu og liðinu vantar, þú reynir að gera bætingar,“ segir Maresca.

„Í mínum huga er það ljóst að við þurfum sem fyrst að skapa rétt hugarfar og kúltúr, eitthvað sem stuðningsmenn geta verið stoltir af. Við ætlum að reyna að búa til lið sem er með ákefð og árásargirni án boltans og með hann. Við þurfum að skapa tengsl milli stuðningsmanna og félagsins, sérstaklega á heimavelli."

Maresca er sjöundi Ítalinn sem er ráðinn stjóri Chelsea og vonast til að fylgja í fótspor landa sinna Carlo Ancelotti, Antonio Conte og Roberto Di Matteo sem samtlas skiluðu sex titlum. Gianluca Vialli heitinn var fyrsti ítalski stjóri Chelsea og hann kom liðinu í Meistaradeildina.

„Ég er stoltur af því að vera ítalskur stjóri. Það virðist eitthvað passa saman með Chelsea sem félagi og fjölskyldu og ítölsku fólki. Það virkar vel," segir Maresca.

Í hans fyrsta deildarleik með stjórnartaumana mun hann mæta Manchester City en þar starfaði hann sem aðstoðarmaður Pep Guardiola þegar liðið vann þrennuna 2023.
Athugasemdir
banner
banner