Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   fös 09. ágúst 2013 11:36
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Jay Spearing til Bolton (Staðfest)
Bolton hefur keypt miðjumanninn Jay Spearing í sínar raðir frá Liverpool.

Spearing var í láin hjá Bolton á síðasta tímabili þar sem hann spilaði 39 leiki og var valinn leikmaður ársins.

Þessi 24 ára gamli leikmaður hefur núna skrifað undir fjögurra ára samning við Bolton.

,,Jay var aðalskotmark mitt. Hann hefur hæfileika til að verða mjög góður leikmaður," sagði Dougie Freedman stjóri Bolton.

Spearing er níundi leikmaðurinn sem Bolton fær í sumar en hann verður með liðinu gegn Reading á morgun.
Athugasemdir
banner