Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
   sun 09. ágúst 2015 09:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Áhugaverð bikarúrslitaráðstefna KÞÍ
Það verður áhugaverð ráðstefna í Laugardalnum næsta laugardag.
Það verður áhugaverð ráðstefna í Laugardalnum næsta laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Þórir Þorsteinsson.
Sigurður Þórir Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Bikarúrslitaleikur karla fer fram næsta laugardag þegar Valur og KR eigast við en Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) heldur glæsilega ráðstefnu í tengslum við leikinn.

Sigurður Þórir Þorsteinsson, formaður KÞÍ, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í gær og kynnti ráðstefnuna auk þess að fara yfir hlutverk félagsins.

Hægt er að heyra viðtalið í spilaranum hér að ofan.



Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands kynnir glæsilega bikarúrslitaráðstefnu sem haldin verður í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla, laugardaginn 15. ágúst.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru Aloys Wijnker, yfirþjálfari yngri flokka hjá AZ Alkmaar, og Martyn Heather, yfirmaður fræðslumála hjá ensku úrvalsdeildinni. Nánari upplýsingar um þá félagam fá finna hér.

Athygli þjálfara er vakin á því að ráðstefnan veitir 6 endurmenntunarstig á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum.

Dagskrá
10.00 Ávarp formanns KÞÍ
10.10 Uppbygging yngri flokka AZ Alkmaar
- Aloys Wijnker, yfirþjálfari yngri flokka hjá AZ Alkmaar
11.30 Sýnikennsla Aloys Wijnker
12.30 Matur
13.15 Elite Player Performance Plan
- Martyn Heather, yfirmaður fræðslumála hjá Premier League í Englandi
14.15 Þjálfarar liðanna sem leika úrslitaleikinn segja frá undirbúningi liðanna
14.45 Kaffi og spáð í leikinn með sérfræðingum
16.00 Bikarúrslitaleikur

Verð á ráðstefnuna er 5.000 krónur fyrir félagsmenn KÞÍ. Verð fyrir þá sem eru ekki félagsmenn er 10.000 krónur. Innifalið í verðinu er hádegismatur og miði á bikarúrslitaleikinn.

Ráðstefnan er opin öllum. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á [email protected] með upplýsingum um nafn og kennitölu. Ráðstefnan verður haldin í Laugardalnum.

Sjá einnig:
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner