þri 09. september 2014 12:32
Elvar Geir Magnússon
„Dómarinn þorði ekki að gefa Zlatan rautt"
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
Leikmenn austurríska landsliðsins eru allt annað en sáttir við Pavel Kralovec dómara sem sleppti því að gefa Zlatan Ibrahimovic rauða spjaldið á mánudag.

Austurríki og Svíþjóð gerði 1-1 jafntefli en Zlatan Ibrahimovic gaf vinstri bakverðinum David Alaba olnbogaskot.

Það var hiti milli leikmanna í leiknum og var Zlatan pirraður á hversu mikla áherslu mótherjarnir lögðu á að loka á hann.

„Þetta var ekkert annað en rautt spjald. Dómarinn þorði ekki að gefa Zlatan rautt," sagði varnarmaðurinn Aleksandar Dragovic.

Zlatan sjálfur segir að hæð Alaba hafi í raun gert það að verkum að hann hafi fengið olnbogann í sig, ekki hafi verið um viljaverk að ræða og dómarinn verið með fulla stjórn á leiknum.


Athugasemdir
banner