Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. september 2014 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM í dag: Ísland mætir Tyrklandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í undankeppni EM í dag þar sem nokkrir gífurlega spennandi leikir eru á dagskrá.

Kasakstan mætir Lettlandi og Aserbaídsjan fær Búlgaríu í heimsókn í fyrstu leikjum dagsins sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og aukastöðvum.

Ísland mætir svo Tyrklandi í gífurlega spennandi leik á Laugardalsvelli sem er sýndur beint á RÚV.

Tékkland mætir svo Hollandi í íslenska riðlinum, sem er gríðarlega sterkur, og Andorra fær Wales í heimsókn í beinni útsendingu.

Ekki verður sýnt beint frá viðureign Norðmanna gegn Ítalíu sem er áhugaverð en á sama tíma á Króatía leik við Möltu og Bosnía Hersegóvína við Kýpur.

Leikir dagsins:
16:00 Aserbaídsjan - Búlgaría (Beint á Stöð 2 Sport 3)
16:00 Kasakstan - Lettland (Beint á Stöð 2 Sport)
18:45 Ísland - Tyrkland (Beint á RÚV)
18:45 Tékkland - Holland (Beint á Stöð 2 Sport)
18:45 Andorra - Wales (Beint á Stöð 2 Sport 2)
18:45 Noregur - Ítalía
18:45 Króatía - Malta
18:45 Bosnía Hersegóvína - Kýpur
Athugasemdir
banner
banner
banner