Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 09. september 2014 20:58
Magnús Már Einarsson
Fatih Terim: Til hamingju Ísland
Fatih Terim á fréttamannafundinum eftir leik.
Fatih Terim á fréttamannafundinum eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrkja, segir að liðið hafi tapað verðskuldað gegn Íslendingum í undankeppni EM í kvöld. Ísland fór með 3-0 sigur af hólmi eftir frábæra frammistöðu.

,,Ísland er með sterkt lið og það er mikill kraftur í þeim. Við óskum Íslandi til hamingju því þeir voru betri og við verðskulduðum tap. Við vonum að þetta endurtaki sig ekki í framtíðinni," sagði Terim á fréttamannafundi eftir lek.

,,Ég vil ekki koma með neinar afsakanir fyrir þessu tapi. Við verðskulduðum ekki að sigra í dag. Ég ætla ekki að skamma einhverja sérstaka leikmenn en ég varð fyrir vonbrigðum með ákveðna leikmenn."

Tékkland vann Holland einnig í kvöld og Terim býst við að riðillinn verði opinn. ,,Þau úrslit eru líka óvænt sem og úrslitin hjá Íslandi. Það er allt opið í þessum riðli og nú er ljóst að leikurinn okkar gegn Tékkum er mikilvægari en áður."

Ömer Toprak fékk rauða spjaldið eftir tæpan klukkutíma en þá var staðan 1-0 fyrir Íslendingum. Tyrkneskir blaðamenn spurðu mikið út í það á fréttamannafundinum og vildu greinilega meina að rauða spjaldið hefði skipt miklu máli.

,,Við getum ekki kennt rauða spjaldinu um tapið. Ég var stressaður að við værum ekki tilbúnir fyrir leikinn. Auðvitað er ekki auðvelt að spila tíu þegar þú ert 1-0 undir. Við fengum samt færi í stöðunni 1-0 en því miður náðum við ekki að skora. Við vonuðumst til að skora og jafna en það gekk ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner