þri 09. september 2014 09:40
Elvar Geir Magnússon
Glen Johnson til Juventus?
Powerade
Fer Glen Johnson til Juventus?
Fer Glen Johnson til Juventus?
Mynd: Getty Images
Adnan Januzaj er hræddur um stöðu sína.
Adnan Januzaj er hræddur um stöðu sína.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðurpakka dagsins. BBC hefur náð að safna saman ansi mikið af molum þó oft sé rólegt í slúðrinu kringum landsleiki.

Juventus vill fá bakvörðinn Glen John Johnson (30 ára) frá Liverpool í janúarglugganum. Samningur leikmannsins við Liverpool rennur út næsta sumar. (Daily Mirror)

Nigel de Jong, miðjumaður AC Milan (29), mun hafna þeim möguleika að fara til Manchester United eftir að hafa beðið um endurnýjun á samningi sínum. (Daily Express)

Harry Maguire, varnarmaður Hull (21), er á óskalistum sex liða í Championship-deildinni. Þar á meðal Reading, Blackburn og Bolton. (The Sun)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, mun funda með Adnan Januzaj þar sem leikmaðurinn ungi er áhyggjufullur um sína framtíð á Old Trafford. (Daily Star)

Emmanuel Pogatetz, fyrrum varnarmaður Middlesbrough, hefur skrifað undir bandaríska félagið Columbus Crew. (MLS)

Chelsea hefur áhuga á Jack Grealish (18), miðjumanni Aston Villa. (Daily Star)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hafnaði tækifæri á að kaupa varnarmanninn Micah Richards (26) frá Manchester City í sumar. (TalkSport)

Lazio er tilbúið að gefa Antonio Candreva (27) nýjan samning og umtalsverða launahækkun til að fæla frá áhuga Liverpool, Arsenal og Tottenham á miðjumanninum. (Daily Express)

Robin van Persie (31) vill spila til fertugs og setur stefnuna á HM 2018. (The Sun)

Manchester City er í sóknarmannavandræðum eftir að Stevan Jovetic (24) gat ekki lokið æfingu með landsliði Svartfjallalands vegna meiðsla aftan í læri. (Daily Star)

Cesc Fabregas segir að Arsenal muni alltaf eiga stað í hjarta sínu. (Independent)

Chelsea vonast til að Diego Costa verði klár í slaginn fyrir leik gegn Swansea á laugardag þrátt fyrir að sóknarmaðurinn (25) hafi þurft að draga sig úr landsliðshópnum hjá Spáni. (Guardian)

Neil Redfearn, bráðabirgðastjóri Leeds United, vonast til að fá starfið til frambúðar. (Daily Mirror)

Graham Poll, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, er hlynntur því að leyfa dómurum að notast við myndbandsupptökur við starf sitt. (Daily Mail)

John Hartson (39), fyrrum sóknarmaður Celtic, gæti orðið næsti knattspyrnustjóri Ross County. (Daily Express)

Skoski landsliðsþjálfarinn Gordon Strachan segir ótrúlegt að vængmaðurin Ikechi Anya hjá Watford hafi ekki verið keyptur í ensku úrvalsdeildina. (Daily Record)

Birmingham gerði misheppnaða tilraun til að fá Florent Malouda (34), fyrrum leikmann Chelsea. (Birmingham Mail)

Bryan Ruiz (29) bjóst við að yfirgefa Fulham í sumar en hann ætlar nú að gefa allt í að leggja sig áfram fram fyrir félagið. (SkySports)

Manchester United mun tilkynna það í vikunni að kostnaðurinn við misheppnaða dvöl David Moyes hjá félaginu hafi verið 50 milljónir punda. (Daily Telegraph)

Everton hefur hætt við hópferð fyrir stuðningsmenn í Evrópuleik gegn Kuban Krasnodar í Rússlandi. Áhuginn fyrir leiknum var of lítill. (Daily Mail)

Enn er óvíst hvort fyrirliði Aston Villa, Ron Vlaar, verði orðinn klár eftir meiðsli þegar Aston Villa mætir Liverpool. (Birmingham Mail)

Lukas Podolski óttast að tækifærum hans muni fækka umtalsvert eftir kaupin á Danny Welbeck. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner