Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
banner
   þri 09. september 2014 20:30
Fótbolti.net
Guðrún Jóna: Hef svo mikla trú á leikmönnunum
Guðrún Jóna stýrði Þrótturum upp um deild í fyrstu tilraun
Guðrún Jóna stýrði Þrótturum upp um deild í fyrstu tilraun
Mynd: Þróttur
Reynsluboltinn Guðrún Jóna Kristjánsdóttir þjálfari Þróttar stýrði liði sínu upp í Pepsi-deildina í dag. Þróttarar gerðu góða ferð í Grafarvoginn og unnu 1-0 sigur, 3-1 samanlagt og röndóttu liðin Þróttur og KR leika í deild þeirra bestu að ári. Adolf Ingi hjá Sporttv.is náði til af þjálfaranum í leikslok og byrjaði á að spyrja Guðrúnu Jónu hvort hún hefði átt von á að ná þessum árangri.

„Já, ég átti von á því í vor og þetta var stefnan hjá okkur alveg frá upphafi. Ég hef svo mikla trú á þessum leikmönnum. Þær eru alveg ótrúlegar,“ svaraði Guðrún Jóna.

Harpa Lind Guðnadóttir kom Þrótti yfir í fyrri hálfleik og þá var róðurinn orðinn erfiður fyrir gott lið Fjölnis. Guðrúnu Jónu létti við markið enda þurfti Fjölnir þá að skora tvívegis til að eiga möguleika á sigri í viðureigninni.

„Já, það var góð tilfinning. Þá vissi ég að þær þyrftu að skora tvö og þá var meiri pressa á þeim. Við komum ekkert hingað til að verjast. Við komum til þess að sækja og það tókst rosalega vel. Ég er alveg hrikalega stolt af þeim,“ sagði Guðrún Jóna en hægt er að horfa á viðtalið við hana og fagnaðarlæti Þróttara í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner