Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. september 2014 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Úrslitakeppni í 1. deild kvenna
Þróttarar eiga séns á að komast í Pepsi-deildina.
Þróttarar eiga séns á að komast í Pepsi-deildina.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það eru tveir leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag þar sem leikið er í úrslitakeppni 1. deildar kvenna.

KR mætir HK/Víking á KR-velli á sama tíma og Fjölnir fær Þróttara í heimsókn í Grafarvoginn.

Þetta eru síðari viðureignir liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar og mætast sigurliðin í úrslitaleik næsta laugardag.

Í fyrri viðureignum liðanna var markalaust á Víkingsvelli og tókst Þrótturum að leggja Fjölni á Valbjarnarvelli í Laugardalnum.

Leikir dagsins:
16:30 KR - HK/Víkingur (KR-völlur) (Staðan er 0-0)
16:30 Fjölnir - Þróttur R. (Fjölnisvöllur) (Staðan er 1-2)
Athugasemdir
banner
banner
banner