Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. september 2014 14:16
Elvar Geir Magnússon
Heimild: bb.is 
Jörundur Áki líklega að hætta með BÍ/Bolungarvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jörundur Áki Sveinsson mun líklega hætta sem þjálfari hjá BÍ/Bolungarvík eftir tímabilið. Þetta segir hann í samtali við bb.is.

„Ég býst við að þetta verði síðasta tímabilið mitt og sennilega verða þessir tveir leikir sem eftir eru síðustu leikir mínir með BÍ/Bolungarvík,“ segir Jörundur Áki.

Liðið tryggði áframhaldandi veru sína í 1. deildinni með jafntefli við Víking Ólafsvík á laugardag. Liðið situr í tíunda sæti.

Jörundur hefur haldið um stjórnartaumana hjá Djúpmönnum síðustu þrjú tímabil.

„Við vissum fyrir mót að þetta sumar yrði erfitt. Við vorum kannski aðeins of brattir að fara af stað með svona lítinn hóp, en við vorum staðráðnir í að gefa ungum leikmönnum tækifæri í sumar. Meiðsli lykilmanna og yngri strákanna settu strik í reikninginn en við fengum góða leikmenn til okkar um mitt mót og hinir leikmennirnir hafa stigið upp á síðustu vikum og við verið á góðri siglingu,“ segir Jörundur Áki á bb.is.

BÍ/Bolungarvík á eftir tvo leiki í deildinni, báða á heimavelli. Þróttarar koma í heimsókn næsta laugardag og HK 20. september.
Athugasemdir
banner
banner