Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 09. september 2014 20:17
Fótbolti.net
Kristrún Rose: Búnar að vera jójó-lið í mörg ár
Kristrún Rose vann 1. deildina með Þrótti sumarið 2012. Hún stefnir á að endurtaka leikinn í ár.
Kristrún Rose vann 1. deildina með Þrótti sumarið 2012. Hún stefnir á að endurtaka leikinn í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristrún Rose fyrirliði Þróttar var í skýjunum eftir sigur Þróttar á Fjölni í dag. Úrslitin þýða að Þróttarar snúa aftur í deild þeirra bestu eftir árs fjarveru. Sporttv.is sýndi leikinn í dag og Adolf Ingi Erlingsson tók viðtal við fyrirliðann að leik loknum.

„Þetta er bara það sem við erum búnar að vera að stefna að síðan við fórum niður í fyrra. Að fara alla leiðina aftur upp,“ sagði Kristrún Rose.

Lið Þróttar lék í Pepsi-deildinni 2011 og 2013 en liðið hefur átt erfitt með að festa sig í sessi á meðal þeirra bestu. Kristrún segir reynsluna hafa verið dýrmæta í úrslitakeppninni og vonast til að jójó-tímabilinu sé lokið.

„Við kunnum það. Erum búnar að vera jó-jó-lið í mörg ár þannig að við kunnum allavegana að klára þessa úrslitakeppni og nú ætlum við bara að reyna að halda okkur uppi í deild þeirra bestu.“

„Já, já. En við erum að breyta því núna. Það kemur ekkert annað til greina. Við ætlum að halda okkur í þessari deild fyrst við erum komnar þangað og við erum búnar að vinna fyrir því og þetta er frábær hópur og stelpurnar eru búnar að standa sig jafnt og þétt og búnar að vera góðar allt tímabilið.“

„Þetta er mjög sterkur sigur. Það er erfitt að koma á Fjölnisvöllinn. Þetta eru flottar stelpur og eiga eflaust sjálfar erindi í Pepsi-deildinni. Þær verða bara að koma sér aftur hingað á næsta ári og þá held ég með þeim“, sagði kampakát Kristrún Rose að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner