Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. september 2014 15:03
Elvar Geir Magnússon
Möguleiki á að QPR verði dæmt niður
Tony Fernandes.
Tony Fernandes.
Mynd: Getty Images
Talsmaður ensku deildarkeppninnar hefur staðfest að QPR eigi á hættu að vera dæmt niður í utandeildina ef félagið neitar að borga sekt vegna brota á fjárhagsreglum.

QPR mun fá sekt að upphæð allt að 40 milljónir punda þegar ársskýrsla þess verður kynnt í lok ársins vegna tímabilsins sem félagið var í Championship-deildinni eftir fallið úr úrvalsdeildinni

Félagið var rekið með miklu tapi á síðasta fjárhagsári og er búist við því að tapið verði líka mjög stórt að þessu sinni.

Tony Fernandes, stjórnarformaður QPR, segist ætla að reyna að berjast gegn öllum mögulegum refsingum sem félagið gæti fengið. Sú upphæð sem félagið þarf að borga fer til góðgerðarmála samkvæmt nýjum reglum.

Ef QPR borgar ekki sekt sína gæti félagið verið ákært og misst þátttökurétt í deildarkeppninni. Talsmaður deildakeppninnar segir við Guardian að vonandi þurfi þó ekki að koma til þess.
Athugasemdir
banner
banner
banner