Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 09. september 2014 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Sergio Ramos ískaldur á punktinum
Hinn 28 ára gamli Ramos á yfir 120 landsleiki að baki fyrir spænska landsliðið.
Hinn 28 ára gamli Ramos á yfir 120 landsleiki að baki fyrir spænska landsliðið.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos var svellkaldur þegar hann steig á vítapunktinn í viðureign Spánverja gegn Makedóníu í undankeppni EM 2016 í gær.

Staðan var markalaus eftir korter þegar Ramos steig á vítapunktinn og tók eina lauflétta Panenka-vítaspyrnu til að koma heimamönnum yfir.

Mínútu síðar bætti Paco Alcacer öðru marki heimamanna við áður en Makedónar minnkuðu muninn síðar í hálfleiknum. Leiknum lauk þó með 5-1 sigri Spánverja þar sem David Silva var í aðalhlutverki.

,,Ég ætlaði ekki að taka Panenka, en þegar ég sá markvörðinn hreyfa sig tók ég ákvörðun. Ég hefði átt að skjóta svona í Washington og þess vegna ákvað ég að gera það í dag. Mikilvægast er samt sigur liðsins, ekki vítaspyrnan mín eða markið," sagði Ramos eftir leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner