Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 09. september 2014 15:30
Elvar Geir Magnússon
Schneiderlin vildi fara en ætlar að gera sitt besta fyrir Southampton
Franski landsliðsmiðjumaðurinn Schneiderlin.
Franski landsliðsmiðjumaðurinn Schneiderlin.
Mynd: Getty Images
Morgan Schneiderlin vildi yfirgefa Southampton í sumar en hefur nú ákveðið að einbeita sér að því að spila fyrir félagið.

Tottenham vildi fá Schneiderlin en Southampton neitaði að selja fleiri leikmenn eftir að Luke Shaw, Rickie Lambert, Adam Lallana og Dejan Lovren fóru.

Schneiderlin átti ekki annarra kosta völ en að sætta sig við þessa ákvörðun.

„Mitt markmið í lok síðasta tímabils var að spila í Meistaradeildinni. Þeir leikir hjálpa þér að taka framförum. En að spila í ensku úrvalsdeildinni færir þér leikir gegn Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Arsenal," segir þessi 24 ára leikmaður.

„Ég er ekkert pirraður þó þetta hafi verið niðurstaðan. Nú er bara markmiðið að ná eins góðu tímabili hjá Southampton og hægt er."
Athugasemdir
banner
banner
banner