þri 09. september 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Raggi Sig: Það er orðið svo leiðinlegt að horfa á fótbolta
Ragnar Sigurðsson og Birkir Bjarnason léttir í bragði á æfingu íslenska landsliðsins í morgun.
Ragnar Sigurðsson og Birkir Bjarnason léttir í bragði á æfingu íslenska landsliðsins í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er orðið svo leiðinlegt að horfa á fótbolta.  Það eru allir að reyna að svindla.  Það eru allir að reyna að tefja og það er leikaraskapur út um allt.  Þetta er orðin einhver tískusýning.  Hver er með flottasta hárið og hver er í nýjustu skónum?
,,Það er orðið svo leiðinlegt að horfa á fótbolta. Það eru allir að reyna að svindla. Það eru allir að reyna að tefja og það er leikaraskapur út um allt. Þetta er orðin einhver tískusýning. Hver er með flottasta hárið og hver er í nýjustu skónum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,FCK er besti klúbbur í heimi að mínu mati.  Ég hef ekki spilað með mörgum klúbbum en ég get ekki ímyndað mér að maður hafi það betra einhversstaðar annars staðar en þar.
,,FCK er besti klúbbur í heimi að mínu mati. Ég hef ekki spilað með mörgum klúbbum en ég get ekki ímyndað mér að maður hafi það betra einhversstaðar annars staðar en þar.
Mynd: Getty Images
,,Eini sem var leiðinlegur og massíf prímadonna var (Karim) Benzema.  Hann er algjör aumingi en ógeðslega góður í fótbolta.  Þegar maður er að spila þessa stöðu þarf maður að horfa á boltann og getur ekki alltaf verið að horfa á manninn.  Þá er maður að finna fyrir honum og hann fór strax í fýlu þegar maður kom aðeins við hann.  Svona gaurar eru leiðinlegir en það breytir því ekki að hann er mjög góður knattspyrnumaður.“
,,Eini sem var leiðinlegur og massíf prímadonna var (Karim) Benzema. Hann er algjör aumingi en ógeðslega góður í fótbolta. Þegar maður er að spila þessa stöðu þarf maður að horfa á boltann og getur ekki alltaf verið að horfa á manninn. Þá er maður að finna fyrir honum og hann fór strax í fýlu þegar maður kom aðeins við hann. Svona gaurar eru leiðinlegir en það breytir því ekki að hann er mjög góður knattspyrnumaður.“
Mynd: Getty Images
,,Ég hefði ekki farið og spilað í Rússlandi ef ég hefði ekki fengið vel borgað fyrir það.  Þetta er bara vinna eins og hver önnur vinna.  Þetta er stuttur vinnuferill og ég fór í betra lið, betri deild og fæ betri laun.“
,,Ég hefði ekki farið og spilað í Rússlandi ef ég hefði ekki fengið vel borgað fyrir það. Þetta er bara vinna eins og hver önnur vinna. Þetta er stuttur vinnuferill og ég fór í betra lið, betri deild og fæ betri laun.“
Mynd: Getty Images
,,Rússneska deildin er mjög góð en það pælir enginn í henni.  Ef þú ferð á livescore.com þá eru úrslitin þar neðst.  Ég pældi aldrei í þessari deild áður en ég fór í hana og það er aldrei talað um deildina í íslenskum fjölmiðlum.  Zenit eru í ruglinu.  Þeir eru ekkert lélegri en Manchester United og þessi lið.
,,Rússneska deildin er mjög góð en það pælir enginn í henni. Ef þú ferð á livescore.com þá eru úrslitin þar neðst. Ég pældi aldrei í þessari deild áður en ég fór í hana og það er aldrei talað um deildina í íslenskum fjölmiðlum. Zenit eru í ruglinu. Þeir eru ekkert lélegri en Manchester United og þessi lið.
Mynd: Getty Images
,Lífið er mjög fínt.  Maður er með massífar ranghugmyndir um Rússland áður en maður er kominn þangað.  Maður sér fyrir sér algjörar rústir, maturinn sé ömurlegur og allt sé ógeðslegt.  Ég hélt að þetta væri hostile umhverfi en það er ekki.
,Lífið er mjög fínt. Maður er með massífar ranghugmyndir um Rússland áður en maður er kominn þangað. Maður sér fyrir sér algjörar rústir, maturinn sé ömurlegur og allt sé ógeðslegt. Ég hélt að þetta væri hostile umhverfi en það er ekki.
Mynd: Getty Images
,,Við fáum alltaf pizzur beint eftir leik inn í klefa.  Þetta er alveg steikt.  Það er alltaf nammi og kökur út um allt.   Það er alltaf fullt af nammi á æfingasvæðinu og klefinn er fullur af nammi fyrir og eftir leik.  Það er Twix og Snickers og eitthvað.
,,Við fáum alltaf pizzur beint eftir leik inn í klefa. Þetta er alveg steikt. Það er alltaf nammi og kökur út um allt. Það er alltaf fullt af nammi á æfingasvæðinu og klefinn er fullur af nammi fyrir og eftir leik. Það er Twix og Snickers og eitthvað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það eru þrjú lið í riðlinum sem eru töluvert ofar en við en við stefnum bara á fyrsta eða annað sætið.  Við höfum trú á því og þjóðin hefur trú á okkur.
,,Það eru þrjú lið í riðlinum sem eru töluvert ofar en við en við stefnum bara á fyrsta eða annað sætið. Við höfum trú á því og þjóðin hefur trú á okkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margir voru hissa á því þegar Ragnar Sigurðsson varnarmaður íslenska landsliðsins vissi ekki hver Mario Mandzukic framherji Króatíu var fyrir leik liðanna í umspili um sæti á HM í fyrra. Mandzukic hefur verið aðalmarkaskorari FC Bayern undanfarin ár en þeir sem þekkja til Ragnars voru þó ekki hissa á því að hann vissi ekkert um Króatann. Ástæðan er sú að Ragnar fylgist mjög takmarkað með fótbolta og minna en flestir aðrir atvinnumenn í íþróttinni.

,, Þegar ég var yngri hélt ég voðalega mikið með Liverpool og horfði mikið á enska boltann. Ég horfi ekki á fótbolta í dag nema ég sé að horfa á leiki hjá Sölva (Geir Ottesen) eða að sjá Kolla spila með Ajax í Evrópudeildinni. Ég nenni líka að horfa á mjög stóra leiki eins og Liverpool og Chelsea í vor þegar Gerrard klikkaði,“ sagði Ragnar í viðtali við Fótbolta.net um helgina en hann segir margt vera fráhrindandi við fótboltann í dag að sínu mati.

,,Það er orðið svo leiðinlegt að horfa á fótbolta. Það eru allir að reyna að svindla. Það eru allir að reyna að tefja og það er leikaraskapur út um allt. Þetta er orðin einhver tískusýning. Hver er með flottasta hárið og hver er í nýjustu skónum? Fyrir mér er þetta orðið mjög leiðinleg íþrótt til að horfa á í sjónvarpi. Það er stemning að fara á leiki en ég geri eitthvað annað við tímann en að horfa á þetta í sjónvarpi.“

,,Menn eru alltaf að vinna leiki á svindli og aumingjaskap í staðinn fyrir að þetta sé alvöru keppni og karlmannsíþrótt. Þegar menn fá lítið spark liggja þeir og velta sér í jörðinni. Síðan horfir maður á UFC þar sem allir eru út í blóði eftir að það er búið að kýla andlitið og þeir halda áfram. Ég horfi miklu frekar á UFC og handbolta, það er skemmtilegt að fylgjast með íslenska landsliðinu þar.“


Hefði viljað vera kominn í ensku úrvalsdeildina
Ragnar er grjótharður varnarmaður en hann sló í gegn með IFK Gautabog í Svíþjóð eftir að hann kom tvítugur til félagsins frá Fylki. Ragnar varð sænskur meistari og var valinn í lið ársins á sínu fyrsta tímabili en þrátt fyrir að hafa ítrekað verið orðaður við stærri félög fór hann ekki fet.

,,Þeir voru með miklar ranghugmyndir um verðmiðann á mér. Þeir keyptu mig fyrir eina milljón sænska og ég hef heyrt að þeir hafi hafnað tilboði frá Espanyol upp á 15 milljónir ári síðar. Við spiluðum einhverntímann æfingaleik við Espanyol og þá töluðu forráðamennirnir við mig svo ég vissi að þeir höfðu áhuga. Þetta hefði verið þvílíkt gott skref fyrir mig þegar ég var ungur og vissulega hefðu hlutirnir getað farið öðruvísi.“

Ragnar gekk til liðs við FC Kaupmannahöfn árið 2011 og fyrr á þessu ári fór hann síðan til Krasnodar í Rússlandi. ,,Þetta er mjög gott lið í góðri deild en ég er alltaf að hugsa um næsta skref. Ég hefði viljað vera kominn í ensku úrvalsdeildina þegar ég var tvítugur, það var alltaf draumurinn. Ég er 28 ára og það er ennþá smá von fyrir mig,“ sagði Ragnar sem segir drauminn vera að spila í einni af stærstu deildum Evrópu.

,,Ég var búinn að spila alltof lengi í Skandinavíu. Ég var orðinn 27 ára þegar ég fékk loks tækifæri til að spila í stærri deild fyrir utan Skandinavíu. Ég átti eitt og hálft ár eftir af samningnum hjá FCK. Mér gekk mjög vel þar og ég hefði kannski getað beðið með þetta og farið á free transfer í meira spennandi deild. Ég ákvað að drífa mig í að taka þetta skref til að ná þessum samning og eiga síðan eitt gott skref eftir. Maður veit aldrei hvort maður sé að taka rétta ákvörðun en ég ákvað að drífa mig í að taka þetta skref til að vera ekki of gamall áður en ég fer frá Skandinavíu.“

FCK besti klúbbur í heimi
Ragnar varð danskur meistari hjá FC Kaupmannahöfn og hann var hæstánægður með tímann sinn í Danmörku. ,,Það eru tvö og hálft ár sem ég hefði aldrei viljað sleppa. FCK er besti klúbbur í heimi að mínu mati. Ég hef ekki spilað með mörgum klúbbum en ég get ekki ímyndað mér að maður hafi það betra einhversstaðar annars staðar en þar.“

,,Maður missir af einu en það kemur annað í staðinn. Ef ég hefði farið til Espanyol á sínum tíma þá hefði ég ekki spilað í Meistaradeildinni. Ég er kannski aldrei að fara að spila aftur í Meistaradeildinni og ég fékk það tækifæri með FCK. Það var frábær upplifun.“


FCK var í riðli með Real Madrid, Juventus og Galatasaray í Meistaradeildinni síðastliðinn vetur. ,,Við fengum geðveikt góðan riðil og þetta var ógeðslega gaman. Maður verður alltaf smá stressaður fyrir leikina en þegar þeir byrja þá gleymist það.“

,,Þegar maður lítur til baka þá var maður kannski aðeins of mikið á taugum í þesum leikjum. Maður vildi óska að maður gæti farið til baka og gert aðeins betur í þessum leikjum. Það gekk fínt hjá mér í leikjunum en maður hugsar með sér að maður hefði geta unnið einn skallabolta í viðbót eða eitthvað svoleiðis.“


Benzema aumingi en Ronaldo fínn gaur
Ragnar átti í höggi við marga af bestu sóknarmönnum heims í Meistaradeildinni en þar á meðal voru Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Didier Drogba sem lék þá með Galatasaray.

,,Drogba var heavy rólegur. Hann steig einhverntímann á mig og sagði ,,hey sorry maður.‘ Það voru engir stælar í honum. Ronaldo er ekki að pæla í neinu öðru en sjálfum sér. Ef maður var eitthvað að ýta í hann þá sagði hann ekki neitt og var ekkert að pirra sig. Hann var bara að reyna að vera bestur á vellinum eins og hann er alltaf. Hann er flottur gaur.“

,,Eini sem var leiðinlegur og massíf prímadonna var (Karim) Benzema. Hann er algjör aumingi en ógeðslega góður í fótbolta. Þegar maður er að spila þessa stöðu þarf maður að horfa á boltann og getur ekki alltaf verið að horfa á manninn. Þá er maður að finna fyrir honum og hann fór strax í fýlu þegar maður kom aðeins við hann. Svona gaurar eru leiðinlegir en það breytir því ekki að hann er mjög góður knattspyrnumaður.“


Launin spiluðu inn í
Ragnar ákvað í byrjun árs að ganga til liðs við Krasnodar eftir að rússneska félagið gerði tilboð í hann. Ragnar fer ekki í feluleik með að há laun höfðu sitt að segja í ákvörðun hans að halda til Rússlands.

,,Já,“ segir Ragnar ófeiminn og bætir við. ,,Ég hefði ekki farið og spilað í Rússlandi ef ég hefði ekki fengið vel borgað fyrir það. Þetta er bara vinna eins og hver önnur vinna. Þetta er stuttur vinnuferill og ég fór í betra lið, betri deild og fæ betri laun.“

,,Ef ég hefði farið til Ítalíu, Spánar eða Englands hefði ég að sjálfsögðu líka hækkað í launum. Þessir kallar sem eru að spila hjá Manchester City væru ekkert að spila þar ef þeir væru ekki með góð laun. Svona er þetta alls staðar. Þetta er ekki bara í mínu tilfelli eða bara í Rússlandi. Þetta er bara eðlilegt.“


Zenit ekki lélegri en Man Utd
Peningarnir hafa sitt að segja í Rússlandi en margir leikmenn þar eru vel launaðir. ,,Það er til svo mikið af ríkum köllum þarna. Það er einn gaur sem á liðið mitt og hann borgar launin og allt. Hulk er með átta milljónir evra í árslaun hjá Zenit. Ef menn eru til í að borga mönnum svona þá eru þeir að fara að koma,“ segir Ragnar og bætir við að rússneska deildin sé sterk um þessar mundir.

,,Rússneska deildin er mjög góð en það pælir enginn í henni. Ef þú ferð á livescore.com þá eru úrslitin þar neðst. Ég pældi aldrei í þessari deild áður en ég fór í hana og það er aldrei talað um deildina í íslenskum fjölmiðlum."

Ragnar segir að félög eins og Zenit St Pétursborg séu gríðarlega sterk. ,,Zenit eru í ruglinu. Þeir eru ekkert lélegri en Manchester United og þessi lið. Mér finnst þeir vera langbestir. Síðan koma CSKA Moskva, Dinamo Moskva, Lokomotiv Moskva og við erum þar aðeins fyrir neðan.“

Var með miklar ranghugmyndir um Rússland
Ragnar segir að lífið í Rússlandi sé allt öðruvísi en hann hafði ímyndað sér áður en hann gekk í raðir Krasnodar.

,,Lífið er mjög fínt. Maður er með massífar ranghugmyndir um Rússland áður en maður er kominn þangað. Maður sér fyrir sér algjörar rústir, maturinn sé ömurlegur og allt sé ógeðslegt. Ég hélt að þetta væri hostile umhverfi en það er ekki. Þetta er fín borg og það er fínn matur þarna. Fólkið er öðruvísi en við og Rússar eru einfaldir og frekir margir hverjir. Þeir skipta sér af skrýtnum hlutum sem maður skilur ekki.“

,,Læknarnir og starfsfólkið vill manni vel en þeir skipa manni að fara í nudd og gera þetta og hitt Ég hef spilað í atvinnumennsku í hátt í tíu ár og ég veit alveg hvenær ég þarf að fara í nudd og ég veit hvað ég þarf að borða. Þetta fer svolítið í taugarnar á mér. Rússarnir eru vanir því að það sé sagt þér hvað þú átt að gera og þeir fíla þetta. Ég og Grandqvist (liðsfélagi Ragnars frá Svíþjóð) fílum þetta ekki enda vitum við hvað við þurfum að gera.“


Ragnar var sendur í megrun um leið og hann gekk í raðir Krasnodar í janúar en þá hafði hann verið í vetarfríi í dönsku deildinni.

,, Það hefðu allir sagt að ég þyrfti að létta mig. Ég er þannig að ég borða mjög mikið. Þegar ég fæ frí þá vil ég vera í fríi og á mjög erfitt með að mótívera mig í að æfa. Ég mæti alltaf 2-4 kílóum of þungur til baka og það sést á mér. Ég sagði í viðtali að ég þyrfti að passa mig á pizzunum því ég er mikið í pizzunum og margir hafa spurt mig að þessu eftir það.“

Nammi og kökur fyrir leiki
Ragnar fær einmitt að snæða pizzur eftir leiki hjá Krasnodar en mataræði liðsins er öðruvísi en Ragnar á að venjast í atvinnumennskunni hingað til.

,,Pizzurnar í Rússlandi eru ágætar. Við fáum alltaf pizzur beint eftir leik inn í klefa. Þetta er alveg steikt. Það er alltaf nammi og kökur út um allt. Það er alltaf fullt af nammi á æfingasvæðinu og klefinn er fullur af nammi fyrir og eftir leik. Það er Twix og Snickers og eitthvað. Þegar ég var á bekknum í byrjun var ég pirraður og fékk mér súkkulaðistykki til að lina þjáningar mínar en ég þarf að hafa agann í að vera ekki að éta þetta. Þetta er ekki gott fyrir leik. Rússarnir hafa sjálfir fína stjórn á sér og borða ekkert of mikið af þessu.“

Utan vallar hefur Ragnar lítið fyrir stafni og þá sérstaklega í sumar þar sem hitinn hefur verið óbærilegur.

,,Það er búið að vera svo heitt að ég hef ekkert viljað fara úr húsi. Það hafa verið 35-40 gráður. Það er ógeðslegt að æfa í því og maður fer beint heim og setur loftkælinguna á fullt. Maður fer rétt út til að éta og svo aftur heim. Ég hef verið einn hingað til og manni hálfleiðist. Ég horfi mikið á þætti. Ég og Sölvi vorum samtaka í að horfa á King of Queens. Þegar það kom eitthvað fyndið þá sendum við hvor öðrum það á Whatsapp. Maður verður stundum smá geðveikur í þessari einveru.“

Ragnar spilaði bikarúrslitaleik með Krasnodar í vor en liðið tapaði þá gegn Rostov í vítaspyrnukeppni í leik sem fór fram á heimavelli Anzhi. Ragnar brenndi af vítaspyrnu í vítapyrnukeppninni.

,,Ég klúðraði fyrsta vítinu í bráðabana. Spyrnan var grjóthörð en hún fór rétt fram hjá vinstra megin. Ég hef alltaf tekið vítið vinstra megin og sett hann en þarna hafði ég ekki tekið víti í þrjú ár. Auðvitað var stress í manni en ég var samt pottþéttur á að ég myndi skora. Ég stóð með markmanninn fyrir framan mig og fannst markið vera risastórt. Ég ætlaði að hamra hann í vinstra hornið en skotið fór bara framhjá.“

Þarf að sleppa heimskulegum spjöldum
Ísland hefur leik í undankeppni EM annað kvöld þegar liðið mætir Tyrklandi á Laugardalsvelli. Ragnar er eins og margir bjartsýnir fyrir komandi undankeppni en hann telur að íslenska landsliðið geti tekið skrefið og farið alla leið í lokakeppnina í Frakklandi árið 2016.

,,Ég held að við getum það ef við fáum ekki jafnmörg heimskuleg spjöld og síðast. Við erum með gott byrjunarlið og góðan hóp en við höfum kannski ekki jafnmikið efni á því og Tyrkland og Holland að missa menn í bönn. Hvað þá ef spjöldin eru fyrir að rífa kjaft eða rífa sig úr treyjunni.“

,,Það eru þrjú lið í riðlinum sem eru töluvert ofar en við en við stefnum bara á fyrsta eða annað sætið. Við höfum trú á því og þjóðin hefur trú á okkur. Það verður erfitt að vinna riðilinn en við stefnum að sjálfsögðu á það. Við þurfum auðvitað að vera heppnir líka og þetta þarf að ganga upp. Það verða miklar væntingar og pressa núna en ég held að það sé bara gott. Við erum góðir undir pressu,“
sagði hinn geðþekki Ragnar ákveðinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner