Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. september 2014 14:27
Magnús Már Einarsson
Sveppi veit ekki byrjunarlið Íslands í kvöld
Sveppi í viðtalinu á X-inu í fyrra.
Sveppi í viðtalinu á X-inu í fyrra.
Mynd: Instagram - Fotbolti.net
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, komst óvænt í fréttirnar fyrir leik Íslands og Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember í fyrra. Sveppi uppljóstraði þá af fyrra bragði í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu að Eiður Smári Guðjohnsen myndi byrja á bekknum í fyrri leiknum.

,,Ég er brjálaður núna af því að Eiður byrjar ekki inná, Alfreð Finnbogason byrjar. Þetta er skúbb í beinni útsendingu og þetta er staðfest, Eiður byrjar á bekknum og það pirrar mig sko," sagði Sveppi í þættinum í fyrra.

Fótbolti.net heyrði í Sveppa í dag en hann hefur engar upplýsingar um byrjunarliðið að þessu sinni.

,,Ég er ekki alveg með byrjunarliðið á hreinu. Ef ég vissi liðið og mætti ekki segja það þá myndi ég samt segja þér það. Þú getur huggað þig við það," sagði Sveppi hress í samtali við Fótbolta.net í dag.

,,Ég var bara að frétta það í morgun að það væri landsleikur. Núna er ég alveg úti á þekju. Er ekki öllum líka drullusama hvernig þetta byrjar í kvöld? Það er fyrsti leikur og fólk er að vakna til lífsins eftir HM. Ég nenni ekki að fylgjast með þessu fyrr en það er kominn einhver spenna í þetta."

Eiður Smári er ekki í landsliðshópnum að þessu sinni en hann og Sveppi eru miklir vinir.

,,Ég hefði fylgst aðeins betur með ef hann væri með. Hann er ekki í neinu liði núna, svo af hverju ætti hann að vera í landsliðinu," sagði Sveppi að lokum og hló.
Athugasemdir
banner
banner
banner