Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. september 2014 10:06
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Tyrklands spurður út í hvort hann hræðist eldgosið
Fatih Terim á fundinum í gær.
Fatih Terim á fundinum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fatih Terim, hinn reynslumikli þjálfari Tyrklands, fór fögrum orðum um Reykjavík og íslenska landsliðið á fréttamannafundi sem haldinn var á Laugardalsvelli í gær.

Eins og oft vill verða einkenndist fundurinn að mestu leyti af klisjulegum ummælum.

Athyglisverðasta spurningin var frá tyrkneskum blaðamanni sem vildi fá að vita hvort Terim væri hræddur við jarðskjálftana hér á landi og óttaðist að eldgos kæmi meðan á leik stæði. Skelltu margir kollegar hans upp úr eftir spurninguna.

Terim svaraði með bros á vör að þeir væru ekkert að hugsa út í eldgos en hann myndi treysta á að Íslendingar myndu aðstoða þá ef eitthvað kæmi upp. Annars væru menn bara að hugsa út í leikinn.

„Ég hef komið áður til Reykjavíkur, bæði sem leikmaður og þjálfari. Íslenska liðið er mjög líkamlega sterkt og það eru margir leikmenn sem við verðum að loka á. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu liði og Lars Lagerback landsliðsþjálfara," sagði Terim sem er sannfærður um að þetta verði flottur leikur í kvöld.

„Það hafa orðið breytingar á leikstíl íslenska liðsins og liðið er teknískara en það var áður. Þetta verður mjög erfiður leikur en það er pressa á okkur að komast á EM í Frakklandi eftir að okkur mistókst að komast á tvö síðustu stórmót."

„Ég er búinn að segja við leikmenn að gleyma síðustu undankeppni. Það er ekkert sem við getum breytt og þurfum bara að einbeita okkur að því sem framundan er."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner