Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. september 2014 18:25
Alexander Freyr Tamimi
U21: Ísland komið í umspil (Staðfest)
Dregið á föstudag
Strákarnir okkar eru komnir í umspil um sæti í lokakeppni EM.
Strákarnir okkar eru komnir í umspil um sæti í lokakeppni EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21 landsliðið er komið í umspil um sæti í lokakeppni EM 2015 í Tékklandi.

Ísland fór langleiðina með að tryggja sig áfram með frábæru 1-1 jafntefli í Frakklandi í gær, þar sem Kristján Gauti Emilsson skoraði jöfnunarmarkið eftir að Yaya Sanogo kom Frökkum yfir.

Þó þurftu strákarnir, og íslenska þjóðin öll, að fylgjast með í dag með öndina í hálsinum á meðan hinir leikirnir kláruðust. Enn voru nokkur lið sem gátu komið í veg fyrir að Ísland færi í umspilið, en þeim mistókst ætlunarverkið.

Ítalía vann stórsigur gegn Kýpur og fór því upp fyrir Belgíu, sem er með jafn mörg stig og Ísland en verri markatölu. Eftir þann sigur var ljóst að Svíþjóð varð að vinna stórsigur gegn Tyrklandi og Austurríki varð að vinna Spán.

Svíar unnu 4-3 gegn Tyrklandi, sem var ekki nóg. Þá er Austurríki að tapa fyrir Spáni eins og er, þó það skipti ekki máli.

Strákarnir okkar eru því einungis einu skrefi frá því að komast í lokakeppni EM næsta sumar og geta endurtekið afrek gullkynslóðarinnar frá 2011.

Ísland endaði í 2. sæti riðilsins síns með 16 stig. Liðið vann fimm leiki, tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli. Frábær árangur hjá lærisveinum Eyjólfs Sverrissonar.

Dregið verður í umspilið á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner