þri 09. september 2014 19:00
Alexander Freyr Tamimi
Undankeppni EM: Andorra með fyrsta markið í fjögur ár
Frá heimavelli Andorra.
Frá heimavelli Andorra.
Mynd: KSÍ
Magnað atvik átti sér stað í undankeppni EM 2016 í dag þegar Andorra fékk Wales í heimsókn.

Þetta pínulitla land á milli Spánar og Frakklands tók sig til og skoraði sitt fyrsta mark í keppnisleik í fjögur ár þegar liðið mætti Wales, en leikurinn er enn í gangi.

Andorra hafði ekki skorað í 18 leikjum í röð, eða síðan gegn Írlandi árið 2010, þegar Ildefons Lima skoraði úr víti gegn Walesverjum á 8. mínútu.

Þess má geta að Gareth Bale, dýrasti leikmaður heims, er í byrjunarliði Wales.
Athugasemdir
banner
banner
banner