Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. september 2014 20:41
Alexander Freyr Tamimi
Undankeppni EM: Tékkland vann óvænt gegn Hollandi
Tékkland vann frækinn sigur gegn Hollandi.
Tékkland vann frækinn sigur gegn Hollandi.
Mynd: Getty Images
Tékkland 2 - 1 Holland
1-0 Borek Dockal ('21)
1-1 Stefan De Vrij ('55)
2-1 Vaclav Pilar ('90)

Tékkland tók sig til og skellti Hollandi 2-1 í fyrstu umferð undankeppni EM 2016, en liðin eru með Íslandi í riðli.

Fyrirfram var búist við því að Holland myndi fara leikandi létt með riðilinn, en þeir appelsínugulu verða þó að sætta sig á að byrja á óvæntu tapi.

Borek Dockal kom Tékklandi yfir með glæsilegu marki á 21. mínútu, en í seinni hálfleik jafnaði Stefan de Vrij metin fyrir Hollendinga.

Allt benti svo til þess að jafntefli yrði niðurstaðan áður en Vaclav Pilar skoraði dramatískt sigurmark heimamanna í uppbótartíma. Lokatölur 2-1.

Ísland og Tékkland eru því með þrjú stig, Kasakstan og Lettland eitt stig ot Hollendingar og Tyrkir án stiga.
Athugasemdir
banner
banner