Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. september 2014 16:39
Elvar Geir Magnússon
Verið að selja Hull City?
Mynd: Getty Images
Assem Allam, eigandi Hull City, mun halda fréttamannafund á morgun en sögusagnir eru í gangi um að hann ætli að selja félagið.

Allam er 75 ára en Hull Daily Mail segir að hann ætli að stíga til hliðar og láta son sinn, varaformanninn Ehab, taka yfir.

Allam hefur verið mjög umdeildur meðal stuðningsmanna Hull, ekki síst vegna tilrauna sinna til að breyta nafni félagsins yfir í Hull Tigers.

Hann hefur oft talað um að vera að íhuga að selja félagið sem hann keypti 2010.

Hull er með fjögur stig eftir þrjá leiki á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner