Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. september 2014 10:30
Elvar Geir Magnússon
Zola: Chelsea gerði ótrúlega snjöll kaup
Goðsögnin Gianfranco Zola.
Goðsögnin Gianfranco Zola.
Mynd: Getty Images
Gianfranco Zola, fyrrum leikmaður Chelsea, telur að sitt gamla félag hafi gert ótrúlega klók og góð kaup til að styrkja liðið.

Chelsea hefur unnið alla þrjá deildarleiki sína og er talið sigurstranglegasta lið tímabilsins eftir að hafa fengið Spánverjana Cesc Fabregas og Diego Costa.

Costa hefur skorað fjögur mörk í þremur leikjum og Fabregas hefur látið ljós sitt skína.

„Ég tel mjög snjallt hvernig þeir hafa notað peningana. Þeir hafa sterkt lið og eru með öfluga leikmenn í öllum stöðum. Þeir náðu að auka gæðin í liðinu og ég tel að Fabregas hafi gert þar gríðarlega mikið," segir Zola.

„Miðað við fyrstu umferðirnar virðist Chelsea vera liðið sem þurfi að leggja af velli en tímabilið er bara nýbyrjað. Það koma alltaf erfiðir kaflar."
Athugasemdir
banner
banner