Gunnar Borgþórsson var sammála fréttamanni Fótbolta.net er hann var spurður hvort leikur Selfyssinga og Framara hefði verið í einu orði lélegur.
Grátt og dautt voru orðin sem þjálfari Selfyssinga notaði.
Grátt og dautt voru orðin sem þjálfari Selfyssinga notaði.
Lestu um leikinn: Selfoss 0 - 0 Fram
„Það var mikið haust yfir þessu. Þetta var grátt og dautt."
Hann segir vanta mikið upp á sóknarleik sinna manna en hann var sáttur við varnarleikinn.
„Við þurfum að skora meira, við höfum verið að fá eitt til tvö mjög góð færi sem er ekki nógu mikið."
Selfoss hefur verið að spila mikið á ungum leikmönnum undanfarið og er Gunni spenntur fyrir þeim.
„Það vantar gæri í leikmennina okkar sem eru mjög ungir. Þeir eru ekki lélegir, það þarf að þjálfa þá," sagði Gunnar.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir